Voru í 1. sæti B liða á Rey Cup

Gautur Óli og Kári Eydal stóðu sig feiknavel á Rey Cup. Mynd: Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Rey Cup – Alþjóðlega knattspyrnuhátíðn var haldin í Laugardalnum í Reykjavík 25.-29. júlí síðastliðinn. Keppendur á Rey Cup eru á aldrinum 13-16 ára og þetta er langstærsta knattspyrnumót landsins fyrir þennan aldur en um 1500 unglingar koma saman þessa löngu helgi. Mörg af þessu unga knattspyrnufólki eru líka að keppa þarna í fyrsta skipti gegn erlendum andstæðingum. Í ár komu lið frá Englandi, Skotlandi, Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum auk íslensku liðanna.

4. flokkur karla frá Vestra stóð sig feykna vel á Rey Cup og unnu alla sína leiki á mótinu. Úrslitaleikurinn var við liðið Reino Chile frá Suður Ameríku en Reino þurfti að keppa á 24 liða móti þar ytra til að komast til Íslands. Úrslitin milli Vestra og Reino Chile réðust í vítaspyrnukeppni og 4. flokkur karla var því í 1. sæti b liða á mótinu.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA