Vestri tapaði gegn Gróttu en ætlar að sigra Tindastól!

Karlalið Vestra 2018, ekki hefur náðst í kvennalið í meistaraflokki síðan 2014.

Eftir svekkjandi tap gegn Gróttu á útivelli í fyrradag eru strákarnir í 2. deildar knattspyrnuliði Vestra staðráðnir í að koma til baka og fara á flug á nýjan leik.

Fyrsti leikur í því flugi er gegn Tindastól á laugardaginn kemur klukkan 14:00. Landsbankinn ætlar að bjóða frítt á völlinn og því enginn ástæða til að sitja heima.

Liðið hafði ekki tapað leik frá því þeir lutu í lægra grasi fyrir Tindastól í fyrri umferðinni og því viðeigandi að hefja aðra sigurhrinu með að hefna fyrir tapið á Króknum.

Við hvetjum allt og alla til að mæta og styðja strákana, en þeir þurfa á öllum stuðningi að halda í baráttunni um að komast upp. Sýnum samstöðu, mætum á leikinn og hvetjum liðið til sigurs.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA