Vestri enn í toppsætinu!

2. deildar lið karla í knattspyrnu vann glæsilegan sigur á Víði seinasta laugardag þegar þeir sigruðu með 3 mörkum gegn 1. Það var Pétur Bjarnason sem skoraði 1. markið fyrir Vestra strax á 3. mínútu en Mehdi Hadraoui í Víði var fljótur að jafna leika og skoraði á 7. mínútu. Jafnteflið varði þó ekki lengi því Sergine Modou Fall kom Vestra yfir á 13. mínútu og bætti 3. marki liðsins við á 43. mínútu. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og Vestri sigraði leikinn.
Þetta þýðir að karlaliðið trónir enn í efsta sæti 2. deildar með 31 stig en fast á hæla þeim kemur Kári sem er einnig með 31 stig. Afturelding og Grótta fylgja svo með 30 stig hvor en ekkert hinna liðanna er með jafn marga sigra og Vestri.

Það verður spennandi að sjá hvernig leikur Vestra fer í dag, en þeir mæta Gróttu klukkan 18 á Vivaldivellinum.

Laugardaginn 25. ágúst spila þeir svo heimaleik á móti Tindastóli og Ísfirðingar og nærsveitungar eru kvattir til að mæta og hvetja liðið.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA