Vestri dottinn niður í fjórða sæti

Karlalið Vestra 2018, ekki hefur náðst í kvennalið í meistaraflokki síðan 2014.

Ekki fór vel á laugardaginn á Olísvellinum, þó það hefði getað farið ver en þá spilaði 2. deildar lið karla í knattspyrnu Vestra við lið Tindastóls. Vestri kom feikna sterkur inn því Sergine Modou Fall skoraði mark strax á 14. mínútu. Við það hljóp Tindastólsmönnum kapp í kinn og þeir brutu á Vestra bæði á 14. og 16. mínútu en náðu svo að róa sig aðeins og Arnar Ólafsson skoraði mark fyrir Tindastól á 23. mínútu. Baráttan var hörð eftir þetta en hvorugt liðanna náði sér á strik svo leikurinn endaði með jafntefli.

Fyrir Vestra þýðir þetta að þeir komnir niður í 4. sæti 2. deildar með 32 stig. Efst trónir Afturelding með 36 stig, þá er Grótta með 36 stig og svo er Kári rétt á undan Vestra með 34 stig. Ekki er þó öll nótt úti enn því það eru nokkrir leikir eftir af mótinu og Vestri mætir Fjarðarbyggð á Eskjuvelli þann 1. september.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA