Svaraðu spurningum fyrir framtíð Vestfjarða

Frá Náttúrubarnaskólanum. Mynd: Dagrún Ósk Jónsdóttir

Vestfjarðastofa er núna í haust að fara í mikla vinnu við sviðsmyndagreiningu. Fyrirsjáanlegar eru breytingar á samgöngum, tækni, fjarskiptum og atvinnulífi sem hafa munu mikil áhrif á þróun byggðar á Vestfjörðum. Markmið sviðsmynda er að efla skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum sem geta breytt umhverfi okkar. Sviðsmyndir nýtast til að búa svæðið undir framtíðina, hjálpa við mótun stefnu, skipulags og við markaðssetningu svæðisins, hvort sem er til búsetu eða ferðalaga.

Hluti af verkefninu er að greina þá drifkrafta sem hafa áhrif á samfélagið og til að draga þá fram erum við búin að setja saman spurningakönnun sem er opin öllum. Það er okkar vilji að sem flestir taki þátt.

Upplýsingar um verkefnið og link á spurningarkönnunina má finna hér.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA