Skemmtilegur viðburður sem óhætt er að mæla með

Þessir flottu keppendur HSV tóku þátt í Unglingalandsmóti 2018. Vonandi þurfa þau ekki að ferðast langt árið 2021. Mynd: Arna Lára.

Fulltrúar frá Héraðssambandi Vestfirðinga kepptu á Unglingalandsmóti UMFÍ dagana 2. til . ágúst síðastliðinn. Að sögn Örnu Láru Jónsdóttur voru frekar fáir keppendur frá sambandinu en stemningin var mikil og vonast hún til þess að fleiri að vestan mæti á næsta ári. „Það voru sex frá okkur sem kepptu í körfubolta og fótbolta og það gekk mjög vel hjá þeim og þau unnu til verðlauna. Það var rífandi stemning en alltof fáir keppendur að mínu mati. Ég veit svo sem ekki hvort þetta voru færri en hafa keppt áður, þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í þessu.“ segir Arna Lára.

Arna Lára segir að mótið hafi verið afar vel heppnað og óhætt sé að mæla með þessu fyrir foreldra, sem áfangastað með unglinga yfir Verslunarmannahelgina. „Þetta var vel heppnað í alla staði, það var nóg um að vera og þátttakendur að skemmta sér á góðan hátt ásamt því að taka þátt í íþróttum auðvitað. Þetta er skemmtilegur viðburður og gaman að taka þátt, það verða vonandi fleiri keppendur og fjölskyldur þeirra á næsta ári. Ég mæli eindregið með þessu, þetta snýst líka um að skemmta sér og vera með.

Arna Lára segir að þátttakendur hafi verið settir saman í lið óháð því hvar þau búa, ef það vantaði í liðin. „Okkar stelpur kepptu til að mynda í liði með krökkum frá Grindavík. Svo var líka keppt saman óháð kynjum sem var gaman að sjá, það voru t.d. nokkur systkini sem vou að keppa saman þarna. Þannig að þetta er ekki bara íþróttamót, það er gert út á góðan anda.“ segir Anna Lára að lokum.

Aron Ingi
aron@bb.is

DEILA