Landsbankamót í golfi

Landsbankamótið í golfi var haldið á Tungudalsvelli á laugardeginum í fallegur veðri. 26 keppendur þreyttu keppni og sigurvegarar í höggleik voru bolvíkingarnir Unnsteinn Sigurjónsson með 78 högg í karlaflokki og Valdís Hrólfsdóttir á 109 höggum í kvennaflokki. Sigurvegarar með forgjöf voru Jóhann Birkir Helgason og Gunnar Guðberg Samúelsson með 38 punkta.

Hart var barist um annað til fimmta sæti í höggleik karla. Halda þurfti bráðabana um þessi sæti. Karl Ingi Vilbergsson hafði betur gegn Högna Gunnar Pétursson um annað sætið og Kristinn Þórir Kristjánsson sigraði Baldur Inga Jónasson um fjórða sætið.

Það er farið að halla sumri og næsta mót verður Nettómótið sem haldið verður 1. september. Þar verður keppt á golfvöllunum í Bolungarvík og Tungudal. Keppni hefst á Syðridalsvelli og seinni níu holurnar verða spilaðar á Tungudalsvelli.

Gunnar

DEILA