Kveðjukaffi Halldóru og Soffíu

Halldóra Þórarinsdóttir hefur starfað við leikskólann í 28 ár og Soffía Guðmundsdóttir í 31 ár. Í tilefni þess var haldið kaffisamsæti í vikunni í Leikskólanum Glaðheimum í Bolungarvík þeim til heiðurs enda hafa þær starfað samanlagt í 59 ár við skólans.

Þær stöllur Dóra og Soffía hafa gengið í flest öll störf innan skólans á þeim tíma og eru ýmsu vanar.

Fyrir hönd starfsmanna leikskólans óskuðu skólastjórnendur þeim Dóru og Soffíu alls hins besta og þökkuðu þeim fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin um leið og þeim voru færðar kveðjugjafir.

Gunnar