Aldrei aftur Hirósíma og Nagasakí

Frá kertafleytingunni í fyrra. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir.

Þann 9. ágúst eru 73 ár liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí í Japan. Frá árinu 1985 hafa Íslendingar minnst fórnarlamba þessara skelfilegu árása með því að fleyta kertum og árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Yfirlýsingin er: Aldrei aftur Hirósíma og Nagasakí. Kertafleyting verður í fjörunni í Neðsta á Ísafirði fimmtudaginn 9. ágúst kl. 22.30 og er þetta í annað sinn sem hún fer fram á þessum stað. Kerti verða seld á staðnum og kosta þau 500 kr.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA