Vísindaport að sumri: Vinna við straumfræðilíkan af Skutulsfirði

Sea Tech Toulon á Áróru Arktiku. Mynd: Háskólasetur Vestfjarða.

Þó Vísindaport sé eiginlega í sumarfríi, þá eru rannsóknarnemar frá SeaTech Toulon við vinnu í Háskólasetri ásamt leiðbeinenda sínum, Birni Erlingssyni. Þeir vinna meðal annars við að byggja upp straumalíkan fyrir Skutulsfjörð sem nota má við hermun á sjávarstraumum og vatnsgæðum. Þeir munu kynna helstu niðurstöður og afrakstur vinnunar föstudaginn 27.07.2018 í hádeginu, kl. 12:10, á venjulegum Vísindaportstíma.

Nemendurnir eru í starfsnámi frá SeaTech Toulon, sem er sjávarverkfræðideild innan háskólans í Toulon, Frakklandi. Leiðbeinandi þeirra er Björn Erlingsson sem er mörgum Ísfirðingum kunnugur frá því að hann starfaði á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar. Árleg dvöl rannsóknarnemenda frá SeaTech Toulon er hluti af starfsemi Íshafsstofu, þar sem unnið er að rannsóknum á eðlisfræðilegum þáttum strandsjávar og hafíss á norðurslóð.

Eftir inngang Björns Erlingssonar leiðbeinanda mun Kevin Dubois, sem var í verknámi hjá Háskólasetri í fyrra, kynna niðurstöður frá fyrstu útgáfu af straumfræðilíkani af Skutulsfirði. Þar mun hann kynna leið til að miðla upplýsingum úr líkaninu sem gefa góða innsýn í samspil úthafsstrauma, sjávarfalla og strandstrauma á grunnsævi um vetur og sumar. Leikmenn munu af því getað glöggvað sig á þeim aðstæðum strauma og blöndunar sem hafa mikil áhrif á aðstæður og afdrif úrgangs vegna fiskiræktar.

Í Vísindaporti verður að þessu sinni boðið upp á flatbökur, enda síðasti starfsdagur rannsóknanemendanna.

Fyrir þá sem vilja fá dýpri innsýn í vinnu hópsins við þætti er varða vinnu við haffræði Skutulsfjarðar munu hinir fjórir rannsóknarnemar frá Toulon, þeir Nicolas Salaün, Valentin Vallaeys, Hassane Dhanoune og Nicolas Georges, kynna sín verkefni milli klukkan 13:00 og 15:00. Þessi verkefni byggja undir straumfræðilíkanið hvert á sinn hátt.

Þemu verkefna þeirra eru:

• Söfnun og miðlun rauntímasjógerðarmælinga (Oceanographic in situ data acquisition)
• Útreikningar á eðliseiginleikum sjávar svo sem eðlisþyngd, stöðugleika/blöndun, frostmark (Diagnostic analysis of water mass properties (stability, density, freezing point)
• Framsetning á efniseiginleikum/ástandsbreytum í straumalíkönum í fjörðum þar sem fleiri sjógerðir blandast (Presentation of water mass properties in dynamical oceanographic flow-fields (tide, wind, densitiy driven currents)
• Áhrif núnings á hreyfingu vinddrifinna strauma og áhrif þeirra á hæð sjávarflóða(Impact of friction on wind driven transports (Ekman pumping) contribution to storm surges)

Vísindaport eru opin fyrir almenning og mun að þessu sinni fara fram á ensku. Fyrri partur er kl. 12:10-13:00, en síðari partur er kl. 13:00-15:00

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA