Villi Valli á Rúv í kvöld

Villi Valli, ásamt Baldri Geirmunds og Magnúsi Reyni leika undir dansi á sunnudag.

Í kvöld, 4. júlí klukkan 19:35, verður sýnd heimildamynd í Ríkissjónvarpinu um Vilberg Vilbergsson. Hann hefur verið kallaður krúnudjásn vestfirsks tónlistarlífs en hann hefur verið virkur í tónlist í rúm 70 ár. Villi Valli var aðeins ellefu ára þegar hann lék í fyrsta sinn fyrir dansi á Flateyri og er enn að í dag, rúmlega 80 ára gamall. Það var menningarmiðstöðin Edinborgarhúsið á Ísafirði sem sá um að framleiða þessa heimildamynd.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA