Vestri gerði jafntefli

2. deildar karlalið Vestra í knattspyrnu tók á móti Kára frá Akranesi á Olísvellinum í dag. Leikar fóru 2-2. Það var Guðlaugur Þór Brandsson sem skoraði fyrsta markið fyrir Vestra, svo óheppilega vill þó til að hann er í liði Kára og þetta var því sjálfsmark. Marinó Ásgeirsson bætti við öðru marki á 31 mínútu og jafnaði í 1-1. Strax tveimur mínútum seinna skoraði Kristófer Daði Garðarson annað mark fyrir Kára og það leið nærri hálftími áður en Pétur Bjarnason náði að jafna það fyrir Vestra, en hann skoraði á 60ustu mínútu. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Kári er því ennþá í 2. sæti mótsins en með 22 stig og Vestri í því fimmta með 18. Stig. Næsti leikur Vestra er við Leikni en Vestri tekur á móti þeim á Olísvellinum 21. júlí klukkan 14.

Sæbjörg
bb@bb.is