Tónleikar í Ísafjarðarkirkju á fimmtudaginn

Ísafjarðarkirkja. Mynd: kirkjukort.net

Flytjendurnir Fabien Fonteneau og Hólmfríður Friðjónsdóttir söngkona, munu halda tónleika saman í Ísafjarðarkirkju þann 19. júlí klukkan 20. Fabien er organisti og píanisti frá Toulouse í Frakklandi og Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngkona, söngkennari og kórstjóri, er búsett í Stykkishólmi. Leiðir þeirra lágu saman sumarið 2007 og hafa þau ræktað þetta tónlistarsamband vel, haldið tónleika í Toulouse, Budapest og víða á Íslandi.

Hér eru á ferðinni ljúfir og sumarlegir tónleikar þar sem flutt verða orgelverk m.a. eftir Buxtehude, Boёl og Guilmant ásamt nokkrum kirkjuaríum helstu meistaranna, frönskum og íslenskum sönglögum, m.a. eftir Berlioz, Duparc, Poulanc, Atla Heimi Sveinsson og Sigfús Einarsson.

Tónleikarnir hefjast kl.20.00 og aðgangseyrir er kr.2000. Ekki er posi á staðnum.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA