Níu sóttu um bæjarstjórastöðuna í Vesturbyggð

Patreksfjörður. Mynd: Julie Gasiglia.

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar rann út á mánudaginn. Umsækjendur voru níu talsins eins og kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Á meðal þessara umsækjenda eru hvorki Ásthildur Sturludóttir, fráfarandi bæjarstjóri, né Gísli Halldór Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem hafði aðeins verið orðaður við starfið. En þessir sóttu um stöðu bæjarstjóra í Vesturbyggð:

Árni Helgason – Löggiltur fasteignasali

Bragi Þór Thoroddsen – Lögfræðingur

Jóhann Magnússon – Framkvæmdastjóri

Linda Björk Hávarðardóttir – Vendor Manager

Mahmood Yama Namjo – Professor assistant

Rebekka Hilmarsdóttir – Lögfræðingur/Staðgengill skrifstofustjóra

Sigurbjörg Ásgeirsdóttir – Stuðningsfulltrúi

Sigurður Torfi Sigurðsson – Framkvæmdastjóri / sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson – Framkvæmdastjóri

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA