Jói ÍS10 mættur á Ísafjörð

Jói ÍS í Ísafjarðarhöfn.

Glænýr Sómabátur 990 sem ber nafnið Jói ÍS 10 og er í eigu Guðmundar Jens hefur bæst í bátaflotann í Ísafjarðarhöfn. Báturinn bætist í flota Guðmundar Jens, en hann á eldri Sómabát fyrir, sem mun verða skipt út fyrir þann nýja þegar þar að kemur. Nýi báturinn er 9,9 metrar að lengd og er með 330 hestafla Volvo Penta vél sem gengur 30 mílur. Guðmundur hefur ekki ennþá farið fyrsta túrinn en báturinn getur boðið upp á þann möguleika að flytja allt að 10 farþega.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA