Ísfirðingum gengur mjög vel á bogfimimótum

Kristján G. Sigurðsson og Georg Rúnar Elfarsson unnu báðir sína flokka í móti á Egilsstöðum um síðustu helgi.

Um síðustu helgi var haldið Íslandsmeistaramót í bogfimi á Egilstöðum, það var seinna mótið af tveimur sem haldin eru hér á landi. Keppt var utandyra í þetta skiptið en um 40 keppendur mættu til Egilsstaða til að keppa í ýmsum flokkum og vegalengdum. Ísfirðingar áttu tvo fulltrúa í keppninni, þá Georg Rúnar Elfarsson og Kristján Guðna Sigurðsson. Bæði Georg og Kristján gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Georg í byrjendaflokki og Kristján í Mastersflokki en Kristján setti einnig Íslandsmet.

24-25 mars síðast liðinn var fyrra Íslandsmeistaramótið haldið, en var haldið innandyra. Georg og Kristján kepptu einnig þar og hafnaði Georg í fjórða sæti og Kristján í því fyrsta í sínum flokkum. Keppendur skutu af 18 metra færi í þeirri keppni.

Þeir Kristján og Georg hafa verið sigursælir.
Aðrir vinningshafar á mótinu á Egilsstöðum.

Bogfimiiðkendur á Ísafirði hafa líka verið að keppa í mótaröð sem fer fram mánaðarlega. Sú keppni fer fram í Reykjavík og nefnist Icecup eða Íslandsbikarinn, en Ísfirðingar geta keppt heima og stigin eru síðan send suður. Í þeirri mótaröð hafa komið þó nokkrir vinningar hingað vestur.

Framundan er svo í heimsmeistaramót þar sem Kristján verður meðal keppenda. Það mót fer fram í Lausanne í Sviss dagana 14 -18 ágúst næst komandi.

Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar hefur á undanförnum árum verið að byggja upp aðstöðu fyrir bogfimiiðkun með góðum árangri og á félagið mikið úrval af bogum, þar sem öllum sem áhuga hafa geta komið og prófað eða stundað æfingar. Aðstaðan er undir stúkunni á fótboltavellinum á Ísafirði og það er opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17.15 til 19.15. nánar á síðunni hér.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA