Gísli Halldór gerir ekki ráð fyrir að sækja um bæjarstjórastöðuna

Hjónin Gerður Eðvarsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson.

Umsóknarfrestur um bæjarstjórastöðu Ísafjarðarbæjar rennur úr þann 9. júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Capacent sem heldur utan um umsóknirgar hafa einhverjar þegar borist, en ekki fást upplýsingar um hversu margar, en flestar umsóknirnar berast yfirleitt þegar umsóknarfresturinn er að renna út.
Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Gísli Halldór fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar muni sækja um stöðuna. Í samtali segir Gísli að hann finni fyrir þrýstingi frá fólki. ,,Bæði íbúar og starfsfólki Ísafjarðarbæjar hafa skorað á mig að sækja um stöðuna. En ég hef að minnsta kosti ekki enn þá komist að þeirri niðurstöðu að sækja um og ég geri ekki ráð fyrir því að sækja um,’’ segir Gísli.
Gísli hefur sótt um bæjarstjórastöður á öðrum stöðum á landinu, þar á meðal á Akureyri, Seyðisfirði, í Fjarðarbyggð og á Höfn í Hornafirði.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA