Giftu sig við bryggjuna hjá Sólbakka í Önundarfirði

Það þekkir enginn sögu Flateyrar jafn vel og Jóhanna Kristjánsdóttir. Hún var með söguskutl fyrir gesti brúðkaupsins. Mynd: María Rut.

Flateyringurinn María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir gengu í hjónaband á laugardaginn á Flateyri, en veislan byrjaði á fimmtudaginn í síðustu viku og stóð yfir í fjóra daga.

María Rut sagði í samtali við BB að 170 mans hefði sótt brúðkaupið sem nær tvöfaldar íbúafjölda Flateyrar. Daði Júlíus, bróðir Ingileifar gifti þær og eftir athöfnina var slegið upp balli í félagsheimilinu á Flateyri. F1 rauður, hljómsveit björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri spilaði á ballinu. ,,Við vildum græja allt frekar local. Við skemmtum okkur á Vagninum á föstudeginum, konfektið var frá Súðavík og svo framvegis.‘‘ Flestir gestirnir komu að sunnan og hún segir að þeir hafi heillast af Flateyri. ,,Ég held þau hafi verið alveg uppnumin. Ég held að Flateyri hafi komið skemmtilega fyrir hjá fólki.‘‘ Það gekk einnig vel að koma öllum fyrir, en gestir gistu bæði á gistiheimilum á Flateyri og í heimahúsum sem María Rut segir hafa verið afar dýrmætt. ,,Í heildina náðum við að koma öllum fyrir í Önundarfirði.‘‘ Flateyringar máluðu einnig Regnbogafánann, tákn baráttu hinsegin fólks, á götuna fyrir framan Vagninn á Flateyri fyrir hjónin, án þeirrar vitundar.

Fjögurra daga dagskráin var ekki af verri endanum en meðal annars var boðið upp á sögustund um Flateyri. ,,Amma Jóhanna var með sögugöngu á Flateyri og hún gerði nú grín að því sjálf að þetta væri

María Rut, Ingileif og sonur þeirra Þorgeir. Mynd: Óttar Guðjónsson.

eiginlega ,,söguskutl‘‘ því við redduðum fyrir hana skutlu og hún var þarna með gjallarhorn að segja frá sögu Flateyrar sem var mikil stemning. Hún tók alveg einn og hálfan tíma í þetta og var með leikara og allt.‘‘ María sagði að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og væri helst til í að gera þetta aftur.

 

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA