Vestrakonur selja heimabingó

Eins og undanfarin ár bjóða konur í 2. flokki Vestra í knattspyrnu áhugasömum upp á að kaupa bingóspjöld til styrktar ungum og flottum fótboltastelpum. Þetta er frábært tækifæri til að leggja hönd á plóg við að tryggja það að áfram verði stundaður öflugur kvennabolti á svæðinu. Því miður æfa aðeins 11-12 stúlkur þetta sumarið og hópurinn varð þess vegna að draga sig úr keppni. Þær hittast þó til að æfa 4-5 sinnum í viku undir stjórn Halldórs Jónbjörnssonar þjálfara.

Nú þegar stendur til að setja nýtt gervigras á fótboltavöllinn við Torfnes á Ísafirði og byggja heilt knattspyrnuhús, þá er ekki úr vegi að styrkja þessar stúlkur og sjá til þess að þær fái einnig notið þessara nýjunga í framtíðinni.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA