Opið bókhald í Tálknafirði

Stjórnsýsla Tálknafjarðar hefur gefið út tilkynningu þess efnis að verið sé að ljúka við tengingu á opnu bókhaldi hjá Tálknafjarðarhrepp. „Með því geta íbúar séð hvernig tekjur skiptast og hvernig þeim er ráðstafað,“ segir á heimasíðu hreppsins. Gefið er dæmi um birtingu gagna, en þó tekið fram að gögnin þar miðist við afmarkað tímasvið og gefi því ekki rétta mynd af umfangi lánardrottna á ársgrunni. Það er áhugavert fyrir íbúa að geta fengið innsýn á þennan hátt inn í fjármál sveitarfélaga. Með því skapast hugsanlega betri tilfinning fyrir því hvað hver sveitarstjórn er að aðhafast og hvert peningarnir eru að renna.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com