Mikil gleði í Eid Ál Fitr veislu á Ísafirði

Þær Hanaa og Anwar fluttu til Ísafjarðar og Súðarvíkur með fjölskyldum sínum í vetur. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.

Það var mikil gleði á Ísafirði þann 15. júní síðastliðinn þegar þær Anwar Alsadon og Hanaa Alsadi buðu vinum sínum til Eid Ál Fitr veislu. Veislan var haldin til þess að fagna lokum ramadan sem er fasta múslíma. Í ramadan mánuði halda múslímar sig frá mat, drykk og kynlífi frá dögun til sólarlags og jafnframt sérhverri illgjörð eða girnd. Fastan er lærdómur kærleika, einlægni og guðrækni og þroskar heilbrigða samkennd, þolinmæði, óeigingirni og viljastyrk. Eid þýðir hátíð og múslímar halda jafnan upp á lok ramadan með dásamlegri matarveislu, þar sem vinir og fjölskyldur hittast og gleðjast saman, líkt og var gert í Vestrahúsinu 15. júní.

Hanaa með Hanin dóttur sinni við svignandi hlaðborð. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.
Anwar með börnin sín. F.v. Sultan, Hanin og Qamar. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.
Saddir og sáttir veislugestir. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.
Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.
Hanaa og börn frá Súðavík, fv. Ali Hanaa, Hanin með Mustafa í fanginu, Yakin. og fremst stendur Fatima. Mynd: Þorsteinn H. Þorsteinsson.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA