Margt smátt gerir eitt stórt

Margar hendur vinna létt verk þegar telja þarf 13 þúsund dósir. Mynd: Magnús Ingi Jónsson.

Þetta máltæki á við um ýmsa hluti og sérstaklega hjá ungum Bolvíkingum og forráðamönnum þeirra á mánudaginn síðastliðinn. Haldin var dósasöfnun til að safna fyrir nýjum körfuboltavelli sem á að byggja í Víkinni og máttu allir áhugasamir taka þátt í söfnuninni. Dósunum og flöskunum var safnað saman á gamla körfuboltavellinum við grunnskólann í Bolungarvík og söfnuðust hvorki meira né minna en þrettán þúsund stykki. Það samsvarar rúmum 210 þúsund krónum. Gunnlaugur Gunnlaugsson, sem er mikill körfubolta áhugamaður og íbúi í Bolungarvík, sagði í samtali við BB að söfnunin hefði gengið vonum framar og afraksturinn væri mjög góður.

Ingimar Aron

DEILA