Göngin lokuð á nóttunni á virkum dögum og hálendisvegir enn viðkvæmir

Allur akstur bannaður. Mynd: Vegagerðin.

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsvegur, til og frá Önundarfirði lokaður yfir nóttina á virkum dögum, frá miðnætti til klukkan 7 á morgnana. Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með megninu af júní. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.

Þá vill Vegagerðin koma því á framfæri að jafnvel þó hálendsvegir séu óðum að opnast þá er enn akstursbann og á allmörgum hálendisvegum og slóðum á meðan að frost er að fara úr jörð. Þeir sem vilja ferðast um hálendið eru eindregið hvattir til að nýta sér þær leiðir sem álitnar eru tilbúnar fyrir umferð og búið er að opna en tefla ekki í tvísýnu vegum og náttúru þar sem enn er lokað. Það er einnig lögbrot að fara inn á veg og framhjá merkinu sem segir að allur akstur sé bannaður.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA