Fyrirspurnir úr öllum heimshornum um Vigur

Vigur í Ísafjarðardjúpi. Mynd: Mats Wibe Lund.

Það vakti mikla athygli þegar eyjan Vigur var sett í sölu fyrr í sumar. Davíð
Ólafsson hjá fasteignasölunni Borg segir að mikill áhugi sé fyrir eigninni. „Það
eru að koma fyrirspurnir frá öllum heimshornum en mest frá Íslendingum.
Það hafa ótrúlega margir heimsótt Vigur og vilja setjast þar að. Það á við um
Íslendinga sem útlendinga. Væntanlegur kaupandi þarf ekki að hafa áhyggjur af
því manna staðinn allt árið miðaða við þau viðbrögð sem ég hef fengið“ segir
Davíð.

Það er mikið spurt um eyjuna og reglulega fundar Davíð með
áhugasömum kaupendum en þetta er ferli sem tekur góðan tíma enda er
enginn að flýta sér að sögn Davíðs. ,,Þetta eru aðilar í ferðaþjónustu sem eru
heillaðir af staðnum. Þetta er samt ekki ákvörðun sem menn taka á stuttum
tíma. Svo hægir alltaf á fyrirspurnum þá daga sem Ísland er að keppa á HM“.

Ísabella
isabellaosk22@gmail.com

DEILA