Emil Uni hlaut styrk frá Landsbankanum

Emil Uni Elvarsson frá Bolungarvík var einn af fimmtán námsmönnum sem fékk úthlutað styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Landsbankinn styrkti Emil um 400.000 krónur og eru styrkirnir veittir til framúrskarandi námsmanna með athyglisverða framtíðarsýn, sem eru taldir líklegir til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Emil er í vélstjórnarnámi við Menntaskólann á Ísafirði og starfar sem vélarvörður á sjó í sumar. Í haust stefnir hann að klára vélstjórnarnámið í Tækniskólanun í Reykjavík svo að styrkurinn mun koma sér vel. Eftir vélstjórnarnámið dreymir hann um að ferðast um heiminn og starfa sem vélstjóri á skemmtiferðaskipi.

Ísabella
Isabellaosk22@gmail.com