Björgvin Halldórsson í Félagsheimilinu á Patreksfirði

Patreksfjörður.

Í tilefni Sjómannadagsins verður efnt til skemmtilegra tónleika í Félagsheimilinu á Patreksfirði, en Björgvin Halldórsson mun flytja úrval laga úr efnisskrá sinni. Einstakur ferill Björgvins verður rifjaður upp, en með honum verða vel valdir hljóðfæraleikarar. Í tilkynningu viðburðarins kemur fram að dagskráin samanstandi af rúmum 40 árum í tónum og tali, allt frá því Björgvin var kosinn poppstjarna ársins 1969 til dagsins í dag. HLH, Brimkló, Hljómar, Lónlí Blu Boys, Eurovision og Hjartagosarnir, allt þetta og meira til verður á dagskrá kvöldsins.

Meðal þeirra hljóðfæraleikara sem koma fram með Björgvini Halldórs eru Þórir Úlfarsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E. Hafsteinsson og Friðrik Sturluson.

Þetta verður ógleymanleg kvöldstund í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en húsið opnar 20:15. Miðaverð er 5000 kr. og eru þeir seldir við hurð.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA