Vill velgengni Tálknafjarðar sem allra mesta

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og bæjarstjóraefni og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Bjarnveig Guðbrandsdóttir er í fyrsta sæti Ó-listans á Tálknafirði og hennar svar er á þessa leið:

„Þú ættir að kjósa mig vegna þess að ég vil velgengni Tálknafjarðar sem allra mesta. Meðal annars með því að efla enn frekar skólastarf. Einnig vil ég halda áfram uppbyggingu tjaldsvæðis og íþróttahúss í þágu heimafólks og ferðamanna. Síðast en ekki síst vil ég beita mér fyrir betri aðstæðum aldraðra. Ég bý yfir miklum krafti sem ég vil nota í þágu Tálknafjarðar. Áfram Tálknafjörður!“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com