Vill halda áfram að setja mark sitt á sveitarfélagið

Jóhanna Ösp Einarsdóttir.

BB fór á stúfana og spurði efsta fólk á öllum listum í fjórðungnum, sem og fólk í persónukjöri, af hverju aðrir ættu að kjósa það. Jóhanna Ösp Einarsdóttir býður sig fram í Reykhólahreppi og hennar svar er á þessa leið:

„Það er vegna þess að mig langar að halda áfram að setja mark mitt á sveitafélagið, þegar maður býr í svona litlu samfélagi eins og ég geri, þá er hver og einn mikilvægur þátttakandi í samfélaginu. Ég er tilbúin að spyrja réttu spurninganna, bæði sjálfa mig og aðra, hvort sem þær eru auðveldu spurningarnar eða erfiðu spurningarnar, því vandamálin eru bara verkefni sem þarf að leysa.“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA