Tíundi flokkur drengja unnu til silfurverðlauna á Íslandsmótinu

Undanúrslit og úrslit yngri flokka hjá Körfuknattleikssambandi Íslands fóru fram um síðustu helgi. Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, stóðu þar í ströngu en unnu til silfurverðlauna í spennandi leik. Í fréttatilkynningu á heimasíðu Vestra kemur fram að þetta sé einn besti árangur sem vestfirskt körfuboltalið hefur náð á Íslandsmóti frá því 1967 þegar 2. flokkur stúlkna hjá KFÍ urðu Íslandsmeistarar.

Í undanúrslitum mættu Vestramenn sterku liði Valsmanna og sigruðu örugglega 58 – 80. Í úrslitum mættu þeir svo KR í æsispennandi leik. Vestramenn voru komnir í vænlega stöðu undir lok leiks en KR-ingar sigruðu svo með einu stigi í framlengdum leik, 74-75.

BB óskar Vestramönnum til hamingju með stórglæsilega árangur.

DEILA