Persónukjör í Strandabyggð

Hólmavík í Strandabyggð. Mynd: Jón Jónsson.

Af þeim 355 sem eru á kjörskrá í Strandabyggð mættu 197 á kjörstað og þar af 44 sem kusu utan kjörfundar. Kjörsókn var 67,88% en auðir seðlar voru 7 og ógildir 2. Kosning féll þannig að Jón Gísli Jónson fékk 127 atkvæði, Ingibjörg Benediktsdóttir, 102 atkvæði, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, 82 atkvæði, Eiríkur Valdimarsson, 52 atkvæði og Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, 49 atkvæði.

Kosnir varamenn eru Hafdís Gunnarsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Pétur Matthíasson, Jón Jónsson, Kirkjubóli og Egill Victorsson.

Fyrir sátu í sveitarstjórn Jón Gísli Jónsson, oddviti, Ingibjörg Emilsdóttir, varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Haraldur V. A. Jónsson.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA