Og enn veiða þeir

Mynd: Fengin af facebooksíðu Flateyrarhafnar.

Það vita nú allir, eða allavega flest allir, að smábátasjómenn sigla út með mismunandi veiðarfæri en ekki allir með það sama. Þeir virðast nú fiska ágætlega fyrir því og svona allavega í soðið á nokkrum bæjum. Þannig var aflinn hjá Flateyrarhöfn sæmilegur alveg hreint dagana 1.-3. maí. Blossi er á línuveiðum og dró að 3079 kíló á meðan Rósi var með 4482 kíló. Á handfærum eru Jóhanna G. sem veiddi 2802 kíló, Sjávarperlan með 270 kíló og Már með 946 kíló. Bobbyarnir klikka ekki á stöngunum og voru með heil 5197 kíló og svo voru strandveiðabátarnir, Gummi Valli með 737 kíló, Hrönn með 636 kíló og Eyja með 1568 kíló úr tveimur róðrum.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

 

DEILA