Ljósmyndasýning fræðamanna Vestfjarða

Fræði- og vísindamenn frá ýmsum stofnunum á Vestfjörðum hafa tekið höndum saman og stofnað hóp sem kallast Rannsóknarumhverfi Vestfjarða. Markmið hópsins er að auka samvinnu milli fræðimanna og fræðasviða sem og að koma rannsóknum á framfæri til almennings.

Þriðjudaginn 29. maí mun hópurinn opna ljósmyndasýningu með myndum frá hinum ýmsu verkefnum og rannsóknum sem vísindafólkið hefur unnið að. Sýningaropnunin fer fram í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu og stendur frá kl. 17:00-19:00. Vísinda- og fræðimenn munu vera á staðnum til að segja frá myndum sínum og svara spurningum varðandi rannsóknirnar og störf sín.

Hugmyndin á bak við sýninguna er að gefa almenning færi á að kynnast þeim fjölbreytilegu rannsóknum sem fram fara hér á svæðinu og sjá fólkið sem á bak við þær, sem býr og starfar hér á Vestfjörðum. Hópurinn hvetur sem flesta til að mæta og ekki síst yngstu kynslóðirnar því þau munu auðvitað verða vísindamenn framtíðarinnar hérna fyrir vestan. Boðið verður upp á léttar veitingar og börnin geta tekið þátt í leik og átt kost á því að vinna svolítil verðlaun.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA