Lærðu að gera við rafmagnstækin þín og símana

Mynd tekin á fyrri viðburði Restart.

Miðvikudaginn 9. maí kl. 18:00 munu vaskir sjálfboðaliðar mæta aftur í FAB LAB á Ísafirði til að aðstoða fólk við að gera við rafmagnstækin sín, símana og tölvurnar. Verkefnið fer fram undir merkjum Restart Ísafjörður og var seinast haldið um miðjan apríl. Þó nokkur fjöldi mætti þá og tókst að gera við tvö tæki, en fimm önnur hefði tekist að gera við ef varahlutir hefðu verið til staðar. Svo var líka gert við eitt skópar, og það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk mæti með smærri húsgögn.

Restart eru upphaflega bresk samtök og markmið þeirra er að gefa rafmagnstækjum lengra líf og minnka þannig hinn sívaxandi ruslahaug í heiminum. Allir eru velkomnir á viðburðinn á Ísafirði og nánari upplýsingar má finna hér.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA