Ísafjarðarbær hlaut fjóra styrki úr húsafriðunarsjóði

Stjórnsýsluhús Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær sótti um fjóra styrki til húsafriðunarsjóðs fyrir árið 2018 og hlaut samtals 8.6 milljónir. Bréf þess efnis frá Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunnar Íslands, var lagt fram á bæjarráðsfundi Ísafjarðarbæjar þann 7. maí. Styrkirnir skiptast þannig að 3.7 milljónum var veitt til viðgerða á sökkli á Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þá fengust 1.9 milljónir til viðgerða á sökkli á Svarta pakkhúsinu sem stendur við Hafnarstræti á Flateyri. 1.5 milljónir renna til viðhalds utan húss á Turnhúsinu í Neðstakaupstað og loks 1.5 milljónir í brunavarnir í Tjöruhúsinu á Ísafirði.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA