Góðum árangri fylgt eftir af ábyrgð og krafti- stefna Hreppslistans í Súðavíkurhreppi birt

Hreppslistinn í Súðavíkurhreppi hefur birt stefnuskrá sína fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu frá Hreppslistanum kemur fram að listinn sé opið bæjarmálafélag, sem býður fram í Súðavíkurhreppi, annað kjörtímabilið í röð. Hreppslistinn er fólk sem sér sólina, sætuna og sigrana í framtíð Súðavíkurhreppst, trúir á mátt jákvæðninnar, styrk dugnaðarins og afl samheldninnar. Kjörorð listans eru: gagnsæi, heiðarleiki, áræðni og þor.

Hér má nálgast stefnu Hreppslistans í heild sinni.

Stjórnsýsla, upplýsinga- og kynningarmál

 • Eitt forgangsmála Hreppslistans er að taka nýja heimasíðu í gagnið á árinu.
 • Aukið samráð við íbúa var eitt af forgangsmálum síðasta kjörtímabils. Hreppslistinn vill halda því starfi áfram, m.a. með íbúagátt, sem verður sett upp með nýrri heimasíðu.
 • Fastsettir viðtalstímar við sveitarstjóra er forgangsmál listans.
 • Hreppslistinn vill efla tengs skrifstofu við íbúa, atvinnulíf og verkefni í hreppnum.

Íþróttir og tómstundir

 • Hreppslistinn vill halda áfram þátttöku í heilsueflandi samfélagi og efla starfið enn frekar.
 • Eitt forgangsmála era ð bæta aðstöðu Súðvíkinga til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Skólahreystivöllur og púttvöllur eru dæmi um mál sem listinn vill koma í gagnið.

Sorpmál

 • Hreppslistinn vill framkvæma viðhorfskönnun og þarfagreiningu meðal íbúa hreppsins varðandi málaflokkinn.
 • Í forgangi listans er að fara í útboð á sorpmálum.

Velferðarmál

 • Hreppslistinn hafði forystu um móttöku kvótaflóttamanna á Vestfjörðum á síðasta kjörtímabili. Í kjölfar þess vill listinn setja í forgang að efla íslenskukennslu fyrir nýja íbúa í sveitarfélaginu og bæta aðgengi þeirra að efni á heimasíðu hreppsins.
 • Listinn vill efla enn frekar félagsstarf eldri borgara.
 • Í forgangi hjá Hreppslistanum er að koma á þemamánuði í september, sem snýr að skyndi- og fyrstuhjálp.

Nýframkvæmdir og stærra viðhald

 • Hreppslistinn telur mikilvægt að hefja strax vinnu við húsnæðisuppbyggingu í Súðavík.
 • Hreppslistinn leggur áherslu á að klára landfyllingu, stálþilsbryggjukant og athafnasvæði innan við Langeyri.
 • Eitt forgangsmála er göngustígur milli nýju- og gömlu byggðar Súðavíkur.
 • Uppbygging ferðamannastaða í Súðavíkurhrepp er forgangsmál Hreppslistans.
 • Mkilvægt að fara í viðhaldsvinnu við Súðavíkurskóla sem allra fyrst.

Atvinnumál

 • Ferðaþjónusta hefur verið í forgrunni sveitarfélagsins og því vill Hreppslistinn halda áfram.
 • Hreppslistinn gerir kröfu um uppbyggingu laxeldis á sjálfbæran, umhverfisvænan og skynsaman hátt.
 • Hreppslistinn vill halda áfram að vinna eftir viljayfirlýsingu Marigot/íslenska kalkþörungafélagsins um að verksmiðja fyrirtækisins taki til starfa árið 2020 í Súðavík.
 • Vinnsla á þorsklifur og harðfiski þarf að tryggja með byggðakvóta.
 • Hreppslistinn vill leggja áherslu á að klára ljósleiðaravæðingu í hreppnum svo fjarvinnsla verði nýr möguleiki í atvinnuuppbyggingu.
 • Hreppslistinn vill efla nýsköpun í sveitarfélaginu og vill fara í samstarf við Nýsköpunarmiðstöðina varðandi það verkefni.

Menningarmál

 • Eitt forgangsmála listans er að auka stuðning við listamenn með menningarstyrkjum.
 • Hreppslistinn vill koma á fót árvissri menningarhátíð í Súðavíkurhreppi.

Inndjúpið

 • Hreppslistinn vill halda áfram að fjárfesta í innviðum Ísafjarðardjúps, t.d. með því að klára ljósleiðaravæðingu í öllum hreppnum.
 • Áhersla er á að halda áfram uppbyggingu ferðamannastaða í Inndjúpinu.
 • Forgangsmál hjá listanum er að auka tíðni á helmingamokstri í Inndjúpi.

Fjármál

 • Fjármál sveitarfélagsins hafa tekið miklum framförum og vill Hreppslistinn halda áfram að efla rekstur sveitarfélagsins, fjármálalegan styrk og stöðugleika.
 • Eitt áhersluatriða Hreppslistans er opið bókhald.
 • Ábyrg fjármálastefna er forgangsmál Hreppslistans.

Skipulags-, umhverfis- og samgöngumál

 • Hreppslistinn leggur áherslu á að klára heildarendurskoðun aðalskipulags Súðavíkurhrepps á fyrsta ári kjörtímabilsins.
 • Ljósleiðaravæðing í Súðavík er forgangsmál, en listinn vill klára það mál fyrir sumarið 2019.
 • Hreppslistinn vill bæta þorpsgirðinguna svo hún verði fjárheld.
 • Hreppslistinn vill halda áfram að berjast fyrir Álftafjarðargöngum.
 • Eitt forgangsmála er að sinna reglulega viðhaldi á Súðavíkurhöfn.

Fræðslumál

 • Það er forgangsmál hjá listanum að leggja rækt við skólastarfið og efla gæðin enn frekar.
 • Íslenskukennsla fyrir nýja íbúa Súðavíkurhrepps er forgangsmál hjá Hreppslistanum.
 • Góð samvinna milli skólastiga samrekins leik-, grunn- og tónlistarskóla er forgangsmál hjá listanum.
 • Hreppslistinn leggur áherslu á víðtækt samráð við foreldra starfsmenn skóla um þróun skólastarfs.
 • Mötuneyti skólans er forgangsmál hjá Hreppslistanum og að lýðheilsumarkmið um hollustu og heilbrigði séu höfð í fyrirrúmi.
 • Hreppslistinn vill gera nemendum kleift að búa til matjurtagarða.
 • Ókeypis námsgögn eru forgangsmál listans.
 • Hreppslistinn vill halda áfram að styrkja tónlistardeild skólans.

Hreppslistinn hefur eina meginsannfæringu í hjartanu; hamingjan er hér!

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com