Orkubúið skilaði hagnaði upp á 174 milljónir króna árið 2017

Elías Jónatansson, orkubússtjóri.

Þann 15. maí var aðalfundur Orkubús Vestfjarða haldinn. Orkubúið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að rekstur fyrirtækisins hafi skilað 174 milljón króna hagnaði á árinu 2017 í samanburði við 96 milljóna króna hagnaði árið á undan. Framlegð EBITDA voru 613 milljón krónur en heildarfjárfestingar voru 667 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins eru 2.604. milljónir en eigið fé 5.888 milljónir.

Ný stjórn leit dagsins ljós á fundinum en hana skipa nú Illugi Gunnarsson, Friðbjörg Matthíasdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Gísli Jón Kristjánsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA