Framúrskarandi árangur í rekstri Súðavíkurhrepps á kjörtímabilinu

Súðavík. Mynd: Þorsteinn Haukur Þorsteinsson.

Ársreikningar Súðavíkurhrepps voru lagðir fram til fyrri umræðu fyrir helgi, en rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 33,8 milljónir. Ársreikningur Súðavíkurhrepps og stofnana var samþykktur samhljóða.

Í bókun sveitarstjórnar kemur fram að það sé stolt sveitarstjórnar að skila kjörtímabilinu vel frá sér. „Ljóst er að mjög góður árangur hefur náðst í fjármálum sveitarfélagsins á kjörtímabilinu 2014 – 2018, sem vekur athygli. Það sem mestu máli skiptir til halda uppi góðri þjónustu, öflugum skóla, velferð íbúa og sjálfstæði sveitarfélags er ábyrg og styrk fjármálastjórn. Það er stolt sveitarstjórnar að skila kjörtímabilinu vel frá sér, þar sem sveitarfélagið hefur aldrei staðið styrkari fótum fjárhagslega og getur beitt sér af krafti í komandi verkefnum sem verða bæði krefjandi og eflandi fyrir sveitarfélagið.“

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA