Frambjóðendur Víkurlistans mjög sáttir

Í Súðavík voru tvö framboð sem gáfu sig fram fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það voru Hreppslistinn, sem áður hefur setið í sveitarstjórn og nýja framboðið Víkurlistinn. Hreppslistinn fékk þrjá menn inn og hélt þar með meirihluta sínum en Víkurlistinn fékk tvo menn inn, þau Elsu G. Borgarsdóttur og Karl Guðmundur Kjartansson. Elsa sagði í samtali við bb.is að þau væru mjög sátt. „Okkar mesti sigur er það mikla traust sem kjósendur Súðavíkurhrepps sýndu okkur með því að kjósa Víkurlistann. Við höfum brett upp ermar og munum leggja okkar að mörkum til að standa undir því trausti,“ segir Elsa.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com