Eflum lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks

Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir opnum viðburði í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 12. maí kl 13:00. Félagið ferðast nú um landið til að hvetja sveitarfélög til að stofna notendaráð fyrir fatlað fólk. Með notendaráðum getur fólkið verið með í umfjöllunum um þau mál sem þau varða hjá sveitarfélögunum.

Átak mætir á fjórðu hæðina í Stjórnsýsluhúsinu og verður meðal annars með kynningu um notendaráð. Einnig munu þau kynna Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og önnur málefni sem snúa að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Að lokum verður spurningakeppni þar sem þátttakendur og áhorfendur í sal svara spurningum um efni dagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar og Átak vill hvetja alla sem mæta til að skrá sig hér.

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA