Vestri burstaði Kóngana

Knattspyrnulið karla í Vestra mætir liði Kára á laugardaginn.

Vestri spilaði sinn fyrsta heimaleik í knattspyrnunni í gær og var þetta liður í 64 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það var jafnræði í blá byrjun leiks og tókst Kóngunum meðal annars að skora mark gegn heimamönnum. Eftir þetta fór leikurinn að herðast og mörkum að rigna. Það var Sergine Moudeo Fall sem reimaði fastast á sig skóna í gær og skoraði heil 7 mörk í 18-2 sigri Vestra. Ekki langt á eftir var Hjalti Hermann Gíslason með 5 mörk, Zoran Plazonic, Pétur Bjarnason og Þórður Gunnar Hafþórsson settu tvö mörk hver.

Vestra liðið verður ekki dæmt á þessum leik og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í næstu viku er þeir leika gegn Haukum frá Hafnarfirði fyrir sunnan. Þeir eru þó að hrista af sér veturinn og var Bjarni Jó. þjálfari nokkuð kátur eftir leik.

-Gaui

DEILA