Sjávarréttaveisla Kiwanisklúbbsins Bása

Kiwanisklúbburinn Básar.

Unnendur sjávarrétta geta glaðst yfir því að annaðkvöld, laugardaginn 28. apríl kl. 19:30, mun Kiwanisklúbburinn Básar blása til sjávarréttaveislu. Í samtali við Bjarka, forseta klúbbsins, segir hann að þetta sé árlegur viðburður, sem ávallt er haldinn í lok apríl. „Í boði verða margar af krásum hafsins, en meistari bragðlaukanna, Magnús Hauksson, mun töfra fram allt það besta úr þeim,“ segir Bjarki og vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja við klúbbinn til að láta gott af sér leiða.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA