Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð gerðu sameiginlega tillögu að svæðisskipulagi

Reykhólar. Mynd: Árni Geirsson.

Reykhólahreppur hefur auglýst að svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafi samþykkt tillögu að svæðiskipulagi sveitarfélaganna ásamt umhverfisskýrslu. Þar er kynnt sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaganna á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu sem ætlunin er að muni styrkja atvinnulíf og byggð. Tillagan lá frammi til kynningar frá 26. janúar til 12. mars 2018 og þrjár athugasemdir bárust við hana. Eftir smávægilegar breytingar á skýrslunni sendi svæðisskipulagsnefnd hana til sveitarstjórnanna þriggja sem samþykktu hana í apríl. Nefndin hefur afgreitt svæðisskipulagstillöguna og sent til Skipulagsstofnunar, en skipulagið öðlast gildi þegar afgreiðslu þeirrar stofnunar lýkur og tillagan hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda. Tillöguna og fundargerð nefndar má skoða á samtakamattur.is

Sæbjörg

sabjorg@gmail.com

DEILA