Merkur áfangi við forskeringar Dýrafjarðarmegin

Setlag á stafni.

Gangagröftur gengur áfram vel og lengdust göngin í síðustu viku um 83,3 m og lengd ganga þá orðin 1.837,3 sem er um 34,7% af heildarlengd þeirra.

Aðstæður til gangagraftrar eru góðar og þunnt setlag hefur verið að fikra sig upp eftir veggjum og er nú komið upp undir miðja stafn og gefur þetta lag falleg litbrigði á stafninn. Þá fundu menn nú í vikunni ansi skemmtilega holu í hægri vegg ganga sem er um 40-50 cm í þvermál og um 6-7 m löng/djúp. Holan gæti verið einhverskonar gasblaðra eða jafnvel eftir tré en er nú full af glæsilegum kristöllum.

Vegagerðin í Borgarfirði gengur einnig vel og voru menn meðal annars að setja niður fyrsta ræsið í vikunni en allt efni úr göngum hefur verið ekið í veg og fyllingar hækkaðar.

Sá merki áfangi varð í vikunni að vinna hófst við forskeringar Dýrafjarðarmegin, nánar tiltekið fimmtudaginn 5. apríl s.l., og verktaki kominn á fullt að undirbúa gangagerð þaðan sem samkvæmt áætlun ætti að hefjast síðla næsta haust.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA