Tæplega öðru hverju flugi aflýst

Flugvöllurinn á Ísafirði.

Það sem af er ári hefur tíðarfar verið einstaklega óhagstætt á Ísafjarðarflugvelli. Febrúar skar sig úr en Air Iceland Connect þurfti að aflýsa tæplega helming flugferða til og frá Ísafirði í mánuðinum. Í fyrra var 28 prósent ferða aflýst í febrúar. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Það sem af er ári hefur þurft að fella niður 94 flug en í fyrra voru þau 68 talsins. Það er aukning upp á tæp 40 prósent milli ára.

Á vef RÚV er haft eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, að mánuðirnir fyrir jól vou mun betri og í október var sjö prósentum ferða aflýst og í desember féllu niður 18 prósent flugferða til og frá Ísafirði.

Að jafnaði þar að aflýsa fjórðungi fluga til Ísafjarðar yfir vetrarmánuðina.

DEILA