Strandagangan haldin í 24. sinn í Selárdal

Strandagangan var haldin í Selárdal við Hólmavík í gær laugardag.

Úrslit Strandagöngunnar voru eftirfarandi.

5 km drengja Þorri Ingólfsson á tímanum 27:27

5 km stúlkna María Kristín Ólafsdóttir á tímanum 30:54

10 km drengja Ólafur Thorlacius Árnason á tímanum 40:58

10 km stúlkna Guðrún Magnúsdóttir á tímanum 57:59

20 km karlar Einar Kristjánsson á tímanum 01:19:34

20 km konur Guný Katrín Kristinsdóttir á tímanum 01:55:57

nonni123.is

Alls voru ræstir þátttakendur í göngunni 91 og þar af luku 89 keppni. Þessi ganga er því næst fjölmennasta gangan í 24 ára sögu Strandagöngunnar aðeins gangan árið 1997 var fjölmennari með 111 ræsta þátttakendur og 109 sem luku keppni.  Veðrið hefði mátt vera betra þennan dag þar sem töluvert skóf í brautina á köflum, en hiti var um frostmark skýjað og ANA vindur.  Í ár var í fyrsta skipti í sögu Strandagöngunnar afhentur farandbikar fyrir fyrstu konu í mark í 20 km vegalengd en fyrst til að varðveita þann bikar er Guðný Katrín Kristinsdóttir úr Skíðagöngufélaginu Ulli.  Í 20 km í karlaflokki var fyrsti maður í mark Einar Kristjánsson einnig úr Skíðagöngufélaginu Ulli og fékk hann til varðveislu næsta árið Sigfúsarbikarinn.

-gunnar

nonni123.is
DEILA