Sjö ferðamannastaðir á Vestfjörðum fengu um 140 milljónir

Sjö ferðamannastaðir fengu úthlutun upp á 139.9 milljónir króna, samkvæmt Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um er að ræða verkefnaáætlun sem gildir árin 2018 til 2020.  Auk þessara verkefna er varið 60 milljónum til óstaðbundinna verkefna, 60 miljónir króna og landvörslu í öllum landshlutum, alls 200 milljónum króna.

Verkefnin vegna ferðamannastaða sem um ræðir eru:

Dynjandi Ísafjarðarbær.  Endurnýjun á salernishúsi, rotþró og rafmagnslögn að salernishúsi 60.000.000

Flateyjarfriðland Reykhólahreppur. Fræðsluskilti og leiðbeiningaskilti í friðlandi Flateyjar 500.000

Friðland Hornstrandir Ísafjarðarbær. Upplýsingaskilti um lífríki og verndarákvæði Hornstrandafriðlands 400.000.  Viðhald göngustíga á Hesteyri og nágrenni 1.200.000.  Íverustaður landvarða á Hesteyri með vatnssalerni og rotþró 16.000.000.

Litlibær í Skötufirði Súðavíkurhreppur.  Deiliskipulag fyrir Litlabæ í Skötufirði 1.500.000.   Göngustígar í næsta umhverfi við Litlabæ í Skötufirði 3.000.000.  Lokahönnun móttökuhúss 2.500.000.   Merkingar 1.250.000.  Áfangi I – Þjónustuhús í hlöðu við Litlabæ, 15.000.000.

Skrúður í Dýrafirði – skrúðgarður Ísafjarðarbær. Verndaráætlun fyrir Skrúð í Dýrafirði 2.000.000.

Vatnsfjörður Vesturbyggð. 9 skilti í Vatnsfirði með leiðbeiningum og upplýsingum 1.350.000.  Göngustígagerð í Vatnsfirði 1.200.000.

DEILA