Selur þriðjungshlut í Odda

Oddi hf á Patresfirði er meðal þriggja vestfirskra fyrirtækja sem styrkja hjálparstarf í Úkraínu.

Fjárfestingasjóðurinn Kjölfesta vinnur nú að undirbúningi á sölu á 30% hlut sínum í sjávarútvegs- fyrirtækinu Odda hf. á Patreksfirði. Sjóðurinn keypti hlutinn í Odda árið 2014 en hann hafði þá verið starfandi frá árinu 2012. Mun sjóðurinn hafa ráðið Deloitte til ráðgjafar við sig í tengslum við söluferlið.

Oddi er rótgróið sjávarútvegs- fyrirtæki og hefur starfað óslitið frá árinu 1967. Það er mikilvægasti burðarás atvinnulífs á Patreksfirði og hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns. Það framleiðir frystar, ferskar og saltaðar afurðir.

Oddi ræður yfir 3.000 tonna kvóta (þorskígildi) og í hópi 30 stærstu fyrirtækja á sínu sviði í landinu. Það gerir út tvö skip, Núp BA-69 og Patrek BA-64. Bæði skipin eru línuskip með beitningar- vél. Auk þess leggur Vestri BA-63 upp stóran hluta af sínum afla til vinnslu hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt nýjasta ársreikningi, sem nær yfir tímabilið 1. september 2015 til 31. ágúst 2016, nam hagnaður Odda 287 milljónum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn tæpum 303 milljónum króna. Þá nam eigið fé fyrirtækisins tæpum 1,3 milljörðum króna og skuldir voru ríflega 2,2 milljarðar.

Eigendur Kjölfestu eru 14 fagfjárfestar. Þar af eru 12 lífeyrissjóðir. Stærstu eigendurnir eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta, Stapi og Lífsverk. Aðrar fjárfestingar sjóðsins nú um stundir eru hlutur í Meniga og Íslandshótelum.

DEILA