Nýtt met í Dýrafjarðargöngum

Nýtt vikumet var slegið í greftri Dýrafjarðarganga í síðustu viku en þá lengdust göngin um slétta 80 metrar.

Lengd ganga er nú orðin 1.481,1 m sem er um 27,9% af heildarlengd þeirra.

Nú um helgina flutti verktaki svo kallaðan kjaftbrjót á svæðið  sem verktaki notar til að brjóta niður efni sem kemur úr göngum í smærri og þægilegri kornastærðir. sem síðan er notað til að viðhalda vinnuvegi í göngunum.

-Gunnar

DEILA