Listi hinna frábæru staðfestur og kominn í hús

Dagskrá  tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður 2018 orðin klár og óhætt að segja að tónlistarunnendur eiga von á góðu. Rétt í þessu voru síðustu nöfnin sem koma fram á hátíðinni opinberuð, undir heitinu listi hinna frábæru. Það eru 200.000 naglbítar, berlínski raftónlistarmaðurinn Kuldaboli, folk- og bluegrass tónlistarkonan Michelle Nielson, hip-hopararnir Birnir & Joey Christ  og hafnfirski gleðigjafinn Friðrik Dór.

Þessi nöfn bætast við þéttan lista tónlistaratriða sem birtist fyrr á árinu en á honum voru: Á móti sól, Kolrassa Krókríðandi, Hatari, Cyber, Une Misére, sigurvegarar Músiktilrauna sem krýndir verða helgina fyrir páska, Dimma, Auður, Between Mountains. Þá var líka greint frá að Jói Pjé og Króli ætluðu að heiðra hátíðargesti með nærveru sinni, en því miður þurfti þeir að afbóka sig.

Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páskana í hvorki meira né minna en fimmtánda sinn. Í þriðja skiptið í röð verður hún haldin í skemmu rækjuverksmiðjunnar Kampa.

DEILA