Heila – Appið getur bjargað mannslífum

Heilaheill, félag slagþola eða heilablóðfallssjúklinga á landsvísu, verður með kynningarfund fyrir Ísfirðinga og nágranna, laugardaginn 17. mars kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Heilbrigðisstofnunnar Vestfjarða og er öllum opin. Heitt kaffi verður á könnunni fyrir kaffiþyrsta.

Á fundinum verður fjallað um slagið, heilablóðfallið, ásamt því að Heila – Appið, sem getur bjargað mannslífum, verður kynnt. Appið fæst ókeypis í alla snjallsíma og hver sem er getur sótt það í sína veitu.

DEILA